Þemavinna

Þemavika 

16-20 mars vorum við í þemavinnu með 5 og 7 bekk. Við lærðum um fimm heimsálfur. Hver heimsálfa var ein stöð og við vorum einn dag á einni stöð. Ég byrjaði í Eyjaálfu og ég endaði í Afríku. Heimsálfurnar sem við lærðum um eru: Eyjaálfa,N-Ameríka,Asía,S-Ameríka og Afríka. Mér fannst þetta mjög skemmtileg vinna en skemmtilegast fannst mér í Eyjaálfu af því það var gaman að gera verkefnin þar og kennararnir voru skemmtilegir. Í eyjaálfu gerði ég  hljóðfæri úr tré og málaði það og ég gerði líka mynd af dýri. Í N-Ameríku lærði ég línudans,gerði svona verkefni sem ég hengdi síðan upp á vegg og gerði líka hárskraut. Í Asíu lærði ég bambus dans,gerði humar úr gúrku sem misheppnaðist,horfði á myndband um Kína,lærði pínu kínversku t.d. Ni hao (Góðann daginn) og föndraði. Í S-Ameríku gerði ég vinaband,lærði salsa dans og gerði mynd. Í Afríku málaði ég mynd,við fengum að prófa allskonar dót og föt,smökkuðum rétt sem var banani með kókos og lærðum afródans frá Gíneu. Ég lærði mjög mikið um þessar heimsálfur t.d. Hvað Amazon skógurinn er stór,Að dýpsta vatn í heimi er í Asíu hvað einkennir heimsálfurnar og fleira. Ég vona að við förum í svona þemaviku aftur.

 

x Ewelina ;*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband